Monday, November 4, 2013

Ostamálið

Já komi þið heil og sæl kæru vinir og vandamenn. En hvað veðrið er fínt úti í dag! Ég kom nú samt ekki hingað fyrir framan tölvuskjáinn til þess að dást af veðrinu, heldur langaði mig að segja ykkur dálitlar fréttir af máli sem gerðist hér um daginn, sem oft er kallað Ostamálið. Það tengdist mér nú frekar mikið svo ykkur ætti að þykja gaman að lesa. Ég ætla að byrja að segja ykkur örlítið frá honum Otkeli. Hann býr á kirkjubæ með Þorgerði konu sinni og Þorgeiri syni sínum. Hann á mikið fé sem ég öfunda hann rosalega af, en hann er þó með skakka sjón. Þær fréttir fékk ég að hann hefði tekið við þrælnum Melkófi og gaf honum hníf, belti og alkæðnað. Síðan var það svo að Melkólfur reyndist vera írskur, óvinsæll og hryllilega latur að vinnu.
Nú í dag er hallæri mjög mikið. Gunnar minn hinn mikli góðhjartaði maður gaf öllum á Hlíðarenda allt sem þeir þurftu, en síðan hlaut nú að koma að því að þá fór okkur að skorta margt sem mér þótti alls ekki skrítið miðað við hvað hann gaf mikið frá sér.Gunnar gerði sér þá ferð til Otkells og bað hann um mat og hey en hann anskotans Otkell neitaði að gefa honum eitthvað slíkt og neitaði einnig að selja honum sem mér fannst furðulegt. Og það hlaut nú að vera að það var hann Skammkell sem átti hlut að þessu máli. Gunnar fékk þó að kaupa af honum þrælinn Melkóf sem reyndist því miður ekki góð kaup að mínu mati. Síðan var það hann Njáll sem var svo voðalega elskulegur og kom til Hlíðarenda og gefur honum Gunnari mínum mat og hey. Mér finnst að allir þeir sem gera eitthvað gott, eigi að fá gott til baka og Gunnar átti þetta svo sannarlega skilið. Síðan um sumarið fer Gunnar til þings. Þá sendi ég þræl okkar hann Melkóf til Kirkjubæjar að stela þaðan mat, smjör og ost því mér fannst við nú vanta eitthvað í bú okkar og fleiri hugmyndir hafði ég ekki en að hann myndi bara stela fyrir okkur. Síða sagði ég honum að kveikja í ítubúrinu svo ekki kæmist upp um hann og fólk héldi þá bara að þar væri um vangeymslu að ræða. En auðvitað þurfti Melkólfur að gera einhver mistök. Hann gerir að slitnum skó sínum með hnífnum frá Otkeli þarna og gleymir svo hnífnum í Kirkjubæ sem var hið heimskasta sem hægt var að gera. Miðið varð ég öskureið! Svo einn dag kemur að því, að það koma margir menn ríðandi af þingi til Hlíðarenda.Hann Gunnar minn þurfti svo endilega að spyrja að því hvaðan ég hefði fengið allan þennan mat. Ég segi honum bara að éta og þegja því það er ekki vinna karlmanna að hugsa um matreiðslu, heldur er það vinna okkar kvennanna, ekki satt?
Gunnar verður alveg öskureiður og slær mig fyrir þetta, en ég segist þó ætla að launa honum kinnhestinn einn daginn ef ég get, og það mun ég sko gera! Ég gekk fram og Gunnar var með mér. Þá var sett á borð slátur og matur sem var betur fenginn.Skammkell sýnir Otkatli hníf Melkófs sem hafði fundinn verið á Kirkjubæ. Þeir borga Merði Valgarðssyni silfur til þess að fá ráð um málið og liðveislu. Þá næst lætur Mörður þá senda förukonur til Hlíðarenda í hálfan mánuð og þær komu svo til baka með byrgðir af mat og þá aðallega osti.Mörður tekur ostinn og setur í ostakistur Þorgerðar í Kirkjubæ. Ostasneiðarnar passa og þar með var sannað að osturinn væri frá Kirkjubæ. Hann Gunnar vildi auðvitað bæta Otkeli tjónið sem átti víst að hafa verið mér að kenna en Skammell kemur því í kring að Otkell fái sjálfdæmi og ráðleggi sig við Gissur Hvíta og Geir goða. Skammkell býðst þá til að fara fyrir Otkel til Gissurar og Geirs vegna slæmrar sjónar hans. Skammkell lýgur til um svör Gissurar og Geirs og segir þá ekki vilja sættast um málið. Otkell fer þá að Hlíðarenda og stefnir Gunnari en Skammkell gerir lítið úr honum.Á alþingi fær svo hann Gunnar þau ráð frá Hrúti og Höskuldi að skora Gissur hvíta á hólm.Gissur gerist vitanlega mjög reiður og spyr Otkel að því hver hafði sagt honum að fara í bardaga við Gunnar, En Otkell segir frá Skammkatli. Það var svo hann Gunnar sem fékk sjálfdæmi í málinu mikla, Gissur og Geir vinna eið en Gunnar vill ekki vera vinur Otkels og þeir handsala þá sættinni.
Kæru vinir og vandamenn, nú er komið nóg af bloggi frá mér. Ég óska ykkur alls góðs gengis og munið það er sælla að gefa en þiggja!

No comments:

Post a Comment