Tuesday, November 5, 2013

Over and out

Jæja ég ætlaði bara aðeins að láta vita af mér. En þannig er því háttað að  við Grani fluttum til Grjótár og skiptum peningum á milli okkar. Högni tók við Hlíðarenda en Grani verður bara að bíta á jaxlinn og taka við leigulöndum eins og er. Ég held ég taki mér langa pásu á að blogga fyrir ykkur, þarf aðeins tíma til að ná áttum. Sæl að sinni kæru lesendur.

- Hallgerður Langbrók

Monday, November 4, 2013

Andlát Gunnars

Alltaf líður frekar langt milli frétta hjá mér, en það hefur bara svo margt gengið á uppá síðkastið að ég hef ekki haft tíma til eins eða neins aukavinnu, en það helsta sem er að frétta hjá mér er að hann Gunnar minn er nú látinn. Mikið finnst mér allt orðið tómlegt eftir að hann fór. En jæja ekki get ég breytt þessu, en ég hafði þetta nú alltaf svolítið á tilfinningunni undanfarið, að hann myndi fara bráðum. Ég verð nú að segja ykkur frá þessu hvernig þetta hefur verið hér síðustu vikur og mánuði. En þannig var mál með vexti að nafnarnir Þorgeir Otkelsson og Þorgeir Starkaðarson voru komnir með ráðabrugg með Merði Valgarðssyni, því mikla illmenni. Kolskeggur var búinn að frétta hvað þeir ætluðu til bragðs að taka og sagði Gunnari að vera var um sig gagnvart þeim félögum. Síðan var það Njáll sem var farinn að finna á sér að eitthvað ætti eftir að koma fyrir hann Gunnar minn innan skamms og sá menn í skóginum sem hann vissu að væru óvinir Gunnars og væru með eitthvað plan í gangi. Hann sendi mann hingað til okkar að Hlíðarenda til að segja Gunnari að hann ætti að halda til Grjótár og safna liði, og hann gerir það. Mér finnst Gunnar hafa verið ósköp heppinn að hafa átti Njál sem besta vin, alltaf góðmennskan upp málið og hjálpaði Gunnari mikið, en nóg um það ég verð nú að halda áfram að segja ykkur frá atburðarrásinni að dauða Gunnars. Þessi frásögn mín getur verið svolítið ónákvæm hjá mér þar sem þetta er ennþá allt svolítið þokukennt fyrir mér, ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu öllu saman. En það var komið að alþingi og Gunnar fór á það og auðvitað með hjálp frá honum Njáli vann hann mál gegn Þorgeirunum tveimur og Merði. Gunnar kom við í Hjarðarholti í Dölum hjá honum Ólafi páa og hann gaf honum gullhring, skikkju og hund. Mér brá nú heldur betur við þegar Gunnar birtist heima með eitt stykki hund, en hann var nú algjört rassgat þessi hundur sem bar nafnið Sámur. Þetta var sko ekkert venjulegur hundur skal ég segja ykkur, hann gat áttað sig á því hverjir væru óvinir og vinir Gunnars og gelti mikið þeta óvini bar að garði, ekki var það nú slæmt. Mörður tók síðan uppá því að láta Þorgeir Otkelsson reyna við Ormhildi, frænku Gunnars. Hann var sko ekki sáttur með það og braust út mikill fjandskapur milli Þorgeirs og Gunnars. Ég skil Gunnar vel, hann var nú bara að passa uppá skyldmenni sín, hann vill ekki hvern sem er inn í ætt sína. Síðan er það mér mjög minnisstætt þegar Gunnar kom ríðandi heim og sagði mér frá einum bardaganum sem hafði farið fram milli hans og þriggja vinanna. Það var svo gaman að hlusta á frásögn Gunnasts hvernig hann drap Þorgeir Otkelssons, mikið átti þessi maður skilið að deyja. Þorkell hélt í alvöru að hann hafði einhvern möguleika í Gunnar, en Gunnar náði að stinga atgeirnum sínum í gegnum hann, tók hann á loft og fleygir út í Rangá. Gunnar sagði síðan Njáli frá því sem gerst hafði og ráðlagði Njáll honum að hafa vart um sig, þar sem hann hefur nú vegið tvisvar sinnum í sma knérum, það getur ekki boðið uppá eitthvað gott. Það má bara alls ekki drepa tvo úr sömu ætt, það hefur bara slæmt í för með sér. Það líður að þingi og Gissur hvíti dæmir gegn Gunnari. Hann fékk dóm og var dæmdur til að fara úr landi í þrjá vetur, en ef hann myndi ekki fara yrði hann drepinn. Gunnar var á leiðinni út í skip til að fara og sitja dóm sinn þegar hestur hans misstígur sig. Hann fer þá af baki, lítur upp í hlíðina og upp að Hlíðarenda og sagði þessi fleygu orð "Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafn fögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvernig". Mér fnnst þetta alltaf jafn fallegt. Af því að Gunnar fór ekki eins og hann átti að gera varð að drepa hann. Síðan kom að því að Gissur hvíti, Mörður og Geir goði ásamt fleiri mönnum ætla í aðför að Gunnari. En þeir voru gáfaðir þessir menn, auðvitað þurftu þeir að losa sig við hann Sám minn og hótuðu nágrannanum að koma og drepa hundinn eða þá að þeir myndu drepa hann sjálfan. Hann fór með þeim og drap Sám, litla skinnið mitt. Síðan ráðast þeir inn í bæinn og ráðast að Gunnari. Hann barðist vel, einn á móti öllum þessum mönnum, og drap margan mannin. En svo lenti hann í veseni. Það slitnaði strengurinn úr atgeirnum hjá honum. Hann bað mig um sá greiða, hvort ég gæti fengið smá bita úr hárinu mínu til að setja í atgeirinn. Ég hugsaði mig aðeins um og ákvað að gera það ekki, ég átti nú eftir að launa honum þennan kinnhest sem hann hafði gefið mér. Ég var bara sanngjörn. En Gunnar barðist vel án vopna en hneig hann niður úr þreytu og lést, sem er ekki skrítið, svna átök taka á. Rannveig móðir Gunnars var sko ekki sátt með mig og kennir mér um dauða hans. Mér finnst það sko ekki sanngjarnt, auðvitað er ég líka leið yfir dauðanum, þetta var nú líka maðurinn minn, ég var þurfti einhvern veginn að launa honum kinnhestinn sem hann gaf mér. En kæru vinir nú er þetta orðið nokkuð langt hjá mér og ég orðin þreytt eftir öll þessi skrif, það er nú samt gott að vera búin að koma þessu frá sér, þannig ég segi þangað til næst og ég vona að það líði ekki eins langt í næstu skrif og gerir alltaf. Veriði blessuð.

Hestaatið og fleiri tíðindi

Hægæs,
Þar fór í verr að hann Gunnar minn hlustaði ekki á hann Njál. Njáll hafði sagt honum að vega aldrei í sama knérunn og rjúfa aldrei þá sætt sem góðir menn gera milli hans og annara. Ég ætla segja ykkur aðeins frá því sem gerðist eftir að Gunnar fór í reiði sinni og drap alla menn Otkells eftir að hann hafi verið sagður hafa grátið. Þetta þykir þeim mönnum voðaleg skömm að gráta, meira sem þeir geta verið viðkvæmnir.

Njáll hafði spáð því að vandræði hljótist af hestaatinu sem Gunnari var boðið. . Það voru margir sem komu að horfa á hestaatið. Ég sat á fremstabekk til að sjá sem mest og reyna peppa aðeins minn mann, ég stend sko með mínum. Gunnar náði að koma Þorgeir og Kol af baki og hesturinn datt ofan á þá!! Ái hvað það hlítur að hafa verið geðveikt vont! En Gunnar er snar á fæti og tók eftir þegar Kolur og Þorgeir komu undan hestinum og rotaði Kol. Þorgeir náði samt að ráðast á greyjið hestinn okkar og stinga úr honum augað! Þvílík ósvífni! Það ætti að refsa Þorgeir fyrir að svindla svona í hestaatinu, ég líð ekki svona vitleysingjaskap. En Gunnar rotaði Þorgeir þar sem hann hljóp að Gunnari. Gunnar tók skynsama ákvörðun um að hesturinn skildi ekki þurfa lifa við örkuml svo hann bað Kolskegg um að aflífa hestinn. Ég held að Þorgeir vilji hefna sín á Gunnari.

Gunnar sagði mér síðan frá því þegar hann og bræður hans tveir, þeir Kolskeggur og Hjörtur, ætluðu í boð til Ásgríms Elliða-Grímssonar á Tungu. Á leiðinni var hann þreyttur og sofnaði við Þjórsá og dreymdi alveg stórmerkilegan draum, kannski svona svipaðann og Njáll dreymir. Allavegana dreymdi Gunnar að þeirra biði mikill mannsafli við Knafahóla og sá fyrir dauða bróður síns honum Hirti. Harður bardagi átti sér síðan stað og létust 15 manns!! :O ásamt honum Hirti.
Fallegur en erfiður dagur að kvöldi kominn. Í dag kvaddi ég Höskuld, elskulegan föður minn, í hinsta sinn.

En tveir drengir hafa bæst við í litlu fjölskyldu okkar Gunnars. Annar heitir Högni en hinn Grani. Mikil hamingja hér á bæ! En mér sýnist Högni vera svona þögla týpan, sagður vera gervilegur, hljóðlyndur, tortryggur og sannorður. Mér finnst persónulega soldið leiðinlegt að nota orðið gervilegur. En hvað um það þá þykir mér ósköp vænt um þá og er ég viss um að eitthvað gott munu þeir afreka.

Fallegi Brúnn, var orðinn feikna gamall en hélst ávalt gífurlega fallegur.

Ostamálið

Já komi þið heil og sæl kæru vinir og vandamenn. En hvað veðrið er fínt úti í dag! Ég kom nú samt ekki hingað fyrir framan tölvuskjáinn til þess að dást af veðrinu, heldur langaði mig að segja ykkur dálitlar fréttir af máli sem gerðist hér um daginn, sem oft er kallað Ostamálið. Það tengdist mér nú frekar mikið svo ykkur ætti að þykja gaman að lesa. Ég ætla að byrja að segja ykkur örlítið frá honum Otkeli. Hann býr á kirkjubæ með Þorgerði konu sinni og Þorgeiri syni sínum. Hann á mikið fé sem ég öfunda hann rosalega af, en hann er þó með skakka sjón. Þær fréttir fékk ég að hann hefði tekið við þrælnum Melkófi og gaf honum hníf, belti og alkæðnað. Síðan var það svo að Melkólfur reyndist vera írskur, óvinsæll og hryllilega latur að vinnu.
Nú í dag er hallæri mjög mikið. Gunnar minn hinn mikli góðhjartaði maður gaf öllum á Hlíðarenda allt sem þeir þurftu, en síðan hlaut nú að koma að því að þá fór okkur að skorta margt sem mér þótti alls ekki skrítið miðað við hvað hann gaf mikið frá sér.Gunnar gerði sér þá ferð til Otkells og bað hann um mat og hey en hann anskotans Otkell neitaði að gefa honum eitthvað slíkt og neitaði einnig að selja honum sem mér fannst furðulegt. Og það hlaut nú að vera að það var hann Skammkell sem átti hlut að þessu máli. Gunnar fékk þó að kaupa af honum þrælinn Melkóf sem reyndist því miður ekki góð kaup að mínu mati. Síðan var það hann Njáll sem var svo voðalega elskulegur og kom til Hlíðarenda og gefur honum Gunnari mínum mat og hey. Mér finnst að allir þeir sem gera eitthvað gott, eigi að fá gott til baka og Gunnar átti þetta svo sannarlega skilið. Síðan um sumarið fer Gunnar til þings. Þá sendi ég þræl okkar hann Melkóf til Kirkjubæjar að stela þaðan mat, smjör og ost því mér fannst við nú vanta eitthvað í bú okkar og fleiri hugmyndir hafði ég ekki en að hann myndi bara stela fyrir okkur. Síða sagði ég honum að kveikja í ítubúrinu svo ekki kæmist upp um hann og fólk héldi þá bara að þar væri um vangeymslu að ræða. En auðvitað þurfti Melkólfur að gera einhver mistök. Hann gerir að slitnum skó sínum með hnífnum frá Otkeli þarna og gleymir svo hnífnum í Kirkjubæ sem var hið heimskasta sem hægt var að gera. Miðið varð ég öskureið! Svo einn dag kemur að því, að það koma margir menn ríðandi af þingi til Hlíðarenda.Hann Gunnar minn þurfti svo endilega að spyrja að því hvaðan ég hefði fengið allan þennan mat. Ég segi honum bara að éta og þegja því það er ekki vinna karlmanna að hugsa um matreiðslu, heldur er það vinna okkar kvennanna, ekki satt?
Gunnar verður alveg öskureiður og slær mig fyrir þetta, en ég segist þó ætla að launa honum kinnhestinn einn daginn ef ég get, og það mun ég sko gera! Ég gekk fram og Gunnar var með mér. Þá var sett á borð slátur og matur sem var betur fenginn.Skammkell sýnir Otkatli hníf Melkófs sem hafði fundinn verið á Kirkjubæ. Þeir borga Merði Valgarðssyni silfur til þess að fá ráð um málið og liðveislu. Þá næst lætur Mörður þá senda förukonur til Hlíðarenda í hálfan mánuð og þær komu svo til baka með byrgðir af mat og þá aðallega osti.Mörður tekur ostinn og setur í ostakistur Þorgerðar í Kirkjubæ. Ostasneiðarnar passa og þar með var sannað að osturinn væri frá Kirkjubæ. Hann Gunnar vildi auðvitað bæta Otkeli tjónið sem átti víst að hafa verið mér að kenna en Skammell kemur því í kring að Otkell fái sjálfdæmi og ráðleggi sig við Gissur Hvíta og Geir goða. Skammkell býðst þá til að fara fyrir Otkel til Gissurar og Geirs vegna slæmrar sjónar hans. Skammkell lýgur til um svör Gissurar og Geirs og segir þá ekki vilja sættast um málið. Otkell fer þá að Hlíðarenda og stefnir Gunnari en Skammkell gerir lítið úr honum.Á alþingi fær svo hann Gunnar þau ráð frá Hrúti og Höskuldi að skora Gissur hvíta á hólm.Gissur gerist vitanlega mjög reiður og spyr Otkel að því hver hafði sagt honum að fara í bardaga við Gunnar, En Otkell segir frá Skammkatli. Það var svo hann Gunnar sem fékk sjálfdæmi í málinu mikla, Gissur og Geir vinna eið en Gunnar vill ekki vera vinur Otkels og þeir handsala þá sættinni.
Kæru vinir og vandamenn, nú er komið nóg af bloggi frá mér. Ég óska ykkur alls góðs gengis og munið það er sælla að gefa en þiggja!