Monday, November 4, 2013

Hestaatið og fleiri tíðindi

Hægæs,
Þar fór í verr að hann Gunnar minn hlustaði ekki á hann Njál. Njáll hafði sagt honum að vega aldrei í sama knérunn og rjúfa aldrei þá sætt sem góðir menn gera milli hans og annara. Ég ætla segja ykkur aðeins frá því sem gerðist eftir að Gunnar fór í reiði sinni og drap alla menn Otkells eftir að hann hafi verið sagður hafa grátið. Þetta þykir þeim mönnum voðaleg skömm að gráta, meira sem þeir geta verið viðkvæmnir.

Njáll hafði spáð því að vandræði hljótist af hestaatinu sem Gunnari var boðið. . Það voru margir sem komu að horfa á hestaatið. Ég sat á fremstabekk til að sjá sem mest og reyna peppa aðeins minn mann, ég stend sko með mínum. Gunnar náði að koma Þorgeir og Kol af baki og hesturinn datt ofan á þá!! Ái hvað það hlítur að hafa verið geðveikt vont! En Gunnar er snar á fæti og tók eftir þegar Kolur og Þorgeir komu undan hestinum og rotaði Kol. Þorgeir náði samt að ráðast á greyjið hestinn okkar og stinga úr honum augað! Þvílík ósvífni! Það ætti að refsa Þorgeir fyrir að svindla svona í hestaatinu, ég líð ekki svona vitleysingjaskap. En Gunnar rotaði Þorgeir þar sem hann hljóp að Gunnari. Gunnar tók skynsama ákvörðun um að hesturinn skildi ekki þurfa lifa við örkuml svo hann bað Kolskegg um að aflífa hestinn. Ég held að Þorgeir vilji hefna sín á Gunnari.

Gunnar sagði mér síðan frá því þegar hann og bræður hans tveir, þeir Kolskeggur og Hjörtur, ætluðu í boð til Ásgríms Elliða-Grímssonar á Tungu. Á leiðinni var hann þreyttur og sofnaði við Þjórsá og dreymdi alveg stórmerkilegan draum, kannski svona svipaðann og Njáll dreymir. Allavegana dreymdi Gunnar að þeirra biði mikill mannsafli við Knafahóla og sá fyrir dauða bróður síns honum Hirti. Harður bardagi átti sér síðan stað og létust 15 manns!! :O ásamt honum Hirti.
Fallegur en erfiður dagur að kvöldi kominn. Í dag kvaddi ég Höskuld, elskulegan föður minn, í hinsta sinn.

En tveir drengir hafa bæst við í litlu fjölskyldu okkar Gunnars. Annar heitir Högni en hinn Grani. Mikil hamingja hér á bæ! En mér sýnist Högni vera svona þögla týpan, sagður vera gervilegur, hljóðlyndur, tortryggur og sannorður. Mér finnst persónulega soldið leiðinlegt að nota orðið gervilegur. En hvað um það þá þykir mér ósköp vænt um þá og er ég viss um að eitthvað gott munu þeir afreka.

Fallegi Brúnn, var orðinn feikna gamall en hélst ávalt gífurlega fallegur.

No comments:

Post a Comment