Monday, November 4, 2013

Andlát Gunnars

Alltaf líður frekar langt milli frétta hjá mér, en það hefur bara svo margt gengið á uppá síðkastið að ég hef ekki haft tíma til eins eða neins aukavinnu, en það helsta sem er að frétta hjá mér er að hann Gunnar minn er nú látinn. Mikið finnst mér allt orðið tómlegt eftir að hann fór. En jæja ekki get ég breytt þessu, en ég hafði þetta nú alltaf svolítið á tilfinningunni undanfarið, að hann myndi fara bráðum. Ég verð nú að segja ykkur frá þessu hvernig þetta hefur verið hér síðustu vikur og mánuði. En þannig var mál með vexti að nafnarnir Þorgeir Otkelsson og Þorgeir Starkaðarson voru komnir með ráðabrugg með Merði Valgarðssyni, því mikla illmenni. Kolskeggur var búinn að frétta hvað þeir ætluðu til bragðs að taka og sagði Gunnari að vera var um sig gagnvart þeim félögum. Síðan var það Njáll sem var farinn að finna á sér að eitthvað ætti eftir að koma fyrir hann Gunnar minn innan skamms og sá menn í skóginum sem hann vissu að væru óvinir Gunnars og væru með eitthvað plan í gangi. Hann sendi mann hingað til okkar að Hlíðarenda til að segja Gunnari að hann ætti að halda til Grjótár og safna liði, og hann gerir það. Mér finnst Gunnar hafa verið ósköp heppinn að hafa átti Njál sem besta vin, alltaf góðmennskan upp málið og hjálpaði Gunnari mikið, en nóg um það ég verð nú að halda áfram að segja ykkur frá atburðarrásinni að dauða Gunnars. Þessi frásögn mín getur verið svolítið ónákvæm hjá mér þar sem þetta er ennþá allt svolítið þokukennt fyrir mér, ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu öllu saman. En það var komið að alþingi og Gunnar fór á það og auðvitað með hjálp frá honum Njáli vann hann mál gegn Þorgeirunum tveimur og Merði. Gunnar kom við í Hjarðarholti í Dölum hjá honum Ólafi páa og hann gaf honum gullhring, skikkju og hund. Mér brá nú heldur betur við þegar Gunnar birtist heima með eitt stykki hund, en hann var nú algjört rassgat þessi hundur sem bar nafnið Sámur. Þetta var sko ekkert venjulegur hundur skal ég segja ykkur, hann gat áttað sig á því hverjir væru óvinir og vinir Gunnars og gelti mikið þeta óvini bar að garði, ekki var það nú slæmt. Mörður tók síðan uppá því að láta Þorgeir Otkelsson reyna við Ormhildi, frænku Gunnars. Hann var sko ekki sáttur með það og braust út mikill fjandskapur milli Þorgeirs og Gunnars. Ég skil Gunnar vel, hann var nú bara að passa uppá skyldmenni sín, hann vill ekki hvern sem er inn í ætt sína. Síðan er það mér mjög minnisstætt þegar Gunnar kom ríðandi heim og sagði mér frá einum bardaganum sem hafði farið fram milli hans og þriggja vinanna. Það var svo gaman að hlusta á frásögn Gunnasts hvernig hann drap Þorgeir Otkelssons, mikið átti þessi maður skilið að deyja. Þorkell hélt í alvöru að hann hafði einhvern möguleika í Gunnar, en Gunnar náði að stinga atgeirnum sínum í gegnum hann, tók hann á loft og fleygir út í Rangá. Gunnar sagði síðan Njáli frá því sem gerst hafði og ráðlagði Njáll honum að hafa vart um sig, þar sem hann hefur nú vegið tvisvar sinnum í sma knérum, það getur ekki boðið uppá eitthvað gott. Það má bara alls ekki drepa tvo úr sömu ætt, það hefur bara slæmt í för með sér. Það líður að þingi og Gissur hvíti dæmir gegn Gunnari. Hann fékk dóm og var dæmdur til að fara úr landi í þrjá vetur, en ef hann myndi ekki fara yrði hann drepinn. Gunnar var á leiðinni út í skip til að fara og sitja dóm sinn þegar hestur hans misstígur sig. Hann fer þá af baki, lítur upp í hlíðina og upp að Hlíðarenda og sagði þessi fleygu orð "Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafn fögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvernig". Mér fnnst þetta alltaf jafn fallegt. Af því að Gunnar fór ekki eins og hann átti að gera varð að drepa hann. Síðan kom að því að Gissur hvíti, Mörður og Geir goði ásamt fleiri mönnum ætla í aðför að Gunnari. En þeir voru gáfaðir þessir menn, auðvitað þurftu þeir að losa sig við hann Sám minn og hótuðu nágrannanum að koma og drepa hundinn eða þá að þeir myndu drepa hann sjálfan. Hann fór með þeim og drap Sám, litla skinnið mitt. Síðan ráðast þeir inn í bæinn og ráðast að Gunnari. Hann barðist vel, einn á móti öllum þessum mönnum, og drap margan mannin. En svo lenti hann í veseni. Það slitnaði strengurinn úr atgeirnum hjá honum. Hann bað mig um sá greiða, hvort ég gæti fengið smá bita úr hárinu mínu til að setja í atgeirinn. Ég hugsaði mig aðeins um og ákvað að gera það ekki, ég átti nú eftir að launa honum þennan kinnhest sem hann hafði gefið mér. Ég var bara sanngjörn. En Gunnar barðist vel án vopna en hneig hann niður úr þreytu og lést, sem er ekki skrítið, svna átök taka á. Rannveig móðir Gunnars var sko ekki sátt með mig og kennir mér um dauða hans. Mér finnst það sko ekki sanngjarnt, auðvitað er ég líka leið yfir dauðanum, þetta var nú líka maðurinn minn, ég var þurfti einhvern veginn að launa honum kinnhestinn sem hann gaf mér. En kæru vinir nú er þetta orðið nokkuð langt hjá mér og ég orðin þreytt eftir öll þessi skrif, það er nú samt gott að vera búin að koma þessu frá sér, þannig ég segi þangað til næst og ég vona að það líði ekki eins langt í næstu skrif og gerir alltaf. Veriði blessuð.

No comments:

Post a Comment