Thursday, October 31, 2013

Húskarlavígin

Það er orðið heldur betur langt síðan ég skrifaði hér inn seinast. Ég verð að vera duglegri við skrifin en hér fáiði samt eitt nokkuð langt blogg frá mér. Margt hefur gerst á þessum tíma, Bergþóra er alveg að gera mig brjálaða. Ég bara varð að gera eitthvað og ákvað að þegar Njáll og Gunnar fóru á þing þá myndi ég láta Kol, verkmann minn drepa Svart, verkmann Bergþóru. Ég sendi Kol uppí Rauðaskriður til að drepa Svart, og fyrir ykkur sem ekki vita hvað Rauðaskriður er, þá er það skógurinn sem hann Gunnar minn og Njáll eiga saman. Ég var búin að frétta að Svartur væri þar að höggva við fyrir Bergþóru og fannst mér tilvalið að nota tækifærið og láta drepa hann þar. Mikið var ég stolt af honum Koli og ég lofaði honum að hann myndi hljóta mikla vernd frá mér svo hann lenti ekki í vandræðum útaf þessu. Ég frétti að Gunnar hafi borgað Njáli einhverja aura fyrir vígið á verkmanni hans og þegar hann Gunnar minn kom heim var hann nú ekki svo sáttur við mig, en mér var svosem alveg sama því ég var mjög stolt af þessu þar sem Bergþóra átti þetta skilið. Þeir félagar, Gunnar minn og Njáll fóru svo aftur á þing og hvað haldið þið að hafi gert á meðan, auðvitað hefnir helvítið hún Bergþóra sín og lætur austfirska verkmann sinn hann Atla drepa Kol. Að hún skuli dirfast ófétið. Síðan var það hann Njáll sem notar peningana frá Gunnari til þess að borga fyrir Kol tólf aura silfur. Síðan sendi ég mann vestur til Bjarnarfjarðar til þess að sækja frænda minn hann Brynjólf sem er hið mesta illmenni. Ég fékk síðan illgjarna frænda minn til þess að drepa Atla og hann drap hann með exi. Þegar Brynjólfur kom til baka var ég mjög ánægð því nú gat ég sent mann að Bergþórshvoli og látið segja Bergþóru þær fréttir að nú var launað víg Kols. Njáll hafði lofað Atla að hann yrði bættur sem frjáls maður og Gunnar borgaði því 100 silfur. Bergþóra talaði við Þórð leysingjason sem ég hafði heyrt að væri mikill maður og styrkur. Hún sagði honum að fara og drepa Brynjólf frænda minn og hann gerði svo. Ég varð alveg brjáluð því þetta var nú einu sinni frændi minn, og lét ég vita af því að mikið illt mun hennta eftir þetta ef ég fengi að ráða. Síðan koma þeir Sigmundur, frændi Gunnars og Skjöldur, sænskur félagi hans til okkar á Hlíðarenda. Ég bað þá um að drepa Sigmund og þeir gerðu það á meðan Þráinn Sigfússon horfði á. Njáll lét þá Gunnar borga 200 silfur peninga. Það voru farandkonur frá Bergþórshvoli sem fara að Hlíðarenda til okkar og segja þessar miklu fréttir. Ég lét Sigurð fara með andstyggilegar níðvísur um Njál og syni hans sem eru Karl hinn skegglausi og taðskegglinda. Hann Gunnar minn gengur inn á meðan vísunum stendur og varð mjög reiður yfir þeim. Farandkonurnar fara og segja síðan Bergþóru frá vísunum. Bergþóra vill endilega að synir hennar hefni vígsins því hún var mjög reið. Þeir bræður fara um nóttina og Skarphéðinn drepur Sigmund en Helgi og Grímur drepa Skjöld. Gunnari er alveg sama um Sigmund en vill ekki minnka sóma sinn svo Njáll borgar honum 200 silfurs en Skjölfur var óbættur.

Já annars hefur allt gengið vel hjá okkur hérna í Rangárvallasýslunni. Bara ef hún Bergþóra gæti hagað sér eins og manneskja þá hefði allt þetta ekki átt sér stað, en maður getur nú ekki fengið að ráða öllu. En nú ætla ég að hætta, verð að fara í háttinn. Ég hef sagt ykkur nóg núna í dag frá Húskarlavígunum. Hlakka til að láta heyra í mér næst, vonandi með jafn spennandi og óvænta frásögn og þessi var. Hér fyrir neðan sjáiði mynd af Koli og Svart þar sem ég var svo þvílíkt stolt af Koli mínum fyrir að hafa drepið Svart. Verið marg blessuð.





Wednesday, October 30, 2013

Matarboð að Bergþórshvolli

Já góðan daginn, ég verð nú aðeins að segja ykkur frá veislunni sem við Gunnar fórum í að Bergþórshvoli til Njáls og Bergþóru. Það er víst einhver venja hjá Gunnari og Njáli að halda til skiptist veislur og að þessu sinni var það í höndum Njáls. Það var þannig að við Gunnar mættum og settumst niður með hinu fólkinu. Haldið þið að hún Bergþóra hafi ekki bara sagt mér að færa mig úr mínu sæti út í horn vegna þess að tengdadóttir hennar, Þórhalla átti að sitja í sætinu sem ég sat í. Ég hélt nú ekki, ég ætlaði ekki að láta kerlinguna gera mig að einhverri hornkerlingu. Ég færði mig samt en ég varð nú að hefna mín aðeins á Bergþóru. Þegar hún kom með handlaugina á borðin okkar tók ég höndina á henni og sagði henni hversu ljótar neglur hún hefði, og minnti hana á það í leiðinni hversu misheppnuð þau hjón væru. Njáli óx ekki skegg og hún með ljótustu neglur sem ég hafði á ævi minni séð, greyin, þurfti þá Bergþóra ekki endilega að minnast á það þegar ég réði Þorvaldi, fyrrverandi manni mínum bana. Ég hélt nú að Gunnar minn myndi standa með mér í þessum málum og hefna sín á Bergþóru, þar sem hún var nú helvíti dónaleg í framkomu sinni við mig, en auðvitað gerði Gunnar ekkert og sagðist ekki vilja vera eggjanafífl mitt. Hann sagði líka eiga Njáli mikla sæmd að launa og fór með mig heim að Hlíðarenda. Ekki gat ég látið Bergþóru eiga síðasta orðið í þessum erjum okkar og sagði við hana á leiðinni út "Mun þú það Bergþóra, að við skulum eigi skyldar". Mér fannst gott hjá mér að hafa sagt þetta við hana, þessi kona gerir mér lífið leitt. En þangað til næst læru lesendur!

Langt síðan síðast!

Þá er nú langt síðan síðast kæru lesendur, mikið hefur nú gengið á síðan síðast. Við skulum byrja á því að segja að hann Þorvaldur er sko á bak og burt! Hann sló mig helvítið svo hann fékk að kenna á því, ég senti Þjóstólf til að drepa hann og auðvitað gerði hann það sem ég bað hann um. Ég skynja að það sé nú eitthvað meira í vináttu okkar Þjóstólfs í hans garð. En hvað um það, síðan giftist ég honum Glúmi mínum. Sá var draumur í bala, eitthvað gott gat ég séð í fari hans, en það hlaut að koma að því að síðan sló hann til mín. Þetta var erfiður dagur en nú er hann farinn sömu leið og Þorvaldur.
Þá, kæru lesendur, er komið að honum Gunnari. Hann er nú bara ágætis maður, verst hvað Bergþóra, kona Njáls besta vinar Gunnars, er algjör trunta. Við Gunnar erum hamingjusamlega gift og á morgunn eigum við von á að fara í boð til Bergþóru og Njáls.
Þar til næst!

Fyrsta bloggið

Jæja, þetta er fyrsta bloggið mitt! Mikið er ég spennt að segja ykkur aðeins frá mér.
Í dag þurfti ég að eiga orð við bræður mína þá Þorleik og Ólaf, þeir hleyptu aftur öllum hænunum út á túnið! Það er nú meira sem þeir geta ekki hamið í sér hrekkina. Hér fyrir neðan sjáið þið Stóra Dímon, fallega stóra orustuklettinn okkar. Tók þessa í kvöldgöngunni minni með honum Þorvaldi, mikið sem hann er nú leiðinlegur. Ég hafði sko engan áhuga á að giftast þessum hrokagikk, honum þykir það eitthvað voðalega merkilegt að hafa drepið þessa og hina og talar ekki um annað.
En annars kæru lesendur, þá ætla ég að fara flétta á mér hárið fyrir háttinn, ansi er það nú orðið sítt!