Já góðan daginn, ég verð nú aðeins að segja ykkur frá veislunni sem við Gunnar fórum í að Bergþórshvoli til Njáls og Bergþóru. Það er víst einhver venja hjá Gunnari og Njáli að halda til skiptist veislur og að þessu sinni var það í höndum Njáls. Það var þannig að við Gunnar mættum og settumst niður með hinu fólkinu. Haldið þið að hún Bergþóra hafi ekki bara sagt mér að færa mig úr mínu sæti út í horn vegna þess að tengdadóttir hennar, Þórhalla átti að sitja í sætinu sem ég sat í. Ég hélt nú ekki, ég ætlaði ekki að láta kerlinguna gera mig að einhverri hornkerlingu. Ég færði mig samt en ég varð nú að hefna mín aðeins á Bergþóru. Þegar hún kom með handlaugina á borðin okkar tók ég höndina á henni og sagði henni hversu ljótar neglur hún hefði, og minnti hana á það í leiðinni hversu misheppnuð þau hjón væru. Njáli óx ekki skegg og hún með ljótustu neglur sem ég hafði á ævi minni séð, greyin, þurfti þá Bergþóra ekki endilega að minnast á það þegar ég réði Þorvaldi, fyrrverandi manni mínum bana. Ég hélt nú að Gunnar minn myndi standa með mér í þessum málum og hefna sín á Bergþóru, þar sem hún var nú helvíti dónaleg í framkomu sinni við mig, en auðvitað gerði Gunnar ekkert og sagðist ekki vilja vera eggjanafífl mitt. Hann sagði líka eiga Njáli mikla sæmd að launa og fór með mig heim að Hlíðarenda. Ekki gat ég látið Bergþóru eiga síðasta orðið í þessum erjum okkar og sagði við hana á leiðinni út "Mun þú það Bergþóra, að við skulum eigi skyldar". Mér fannst gott hjá mér að hafa sagt þetta við hana, þessi kona gerir mér lífið leitt. En þangað til næst læru lesendur!
No comments:
Post a Comment